Skip to content

Nemendur aðstoða listamenn

Um 40 nemendur úr 4. – 10. bekk í Fellaskóla tóku þátt í að útbúa listaverk á sýninguna ÚTHVERFI með tveimur listamönnum sem standa að sýningunni. Sýningin er á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og listamennirnir heita Ósk Vilhjálmsdóttir og Halldór Ásgeirsson. Þátttaka nemendanna fólst í að útbúa myndir sem settar voru á fána. Fánarnir munu standa upp í sumar á Sauðhól, vestan við skólann. Aðrir nemendur útbjuggur listaverk sem m.a. verða staðsett við hjólastíga í hverfinu. Báðar sýningarnar fara fram víðs vegar um Breiðholtshverfið. Sýningin var opnuð í Fellaskóla í morgun þegar fánarnir voru settir upp. Myndir af verkum allra nemendanna verða svo til sýnis í andyri sundlaugarinnar og í Gerðubergi í sumar. Myndin sýnir flesta þá nemendur sem aðstoðuðu listamennina. Nánari upplýsingar má sjá á https://sim.is/uthverfi-utisyning-myndhoggvarafelagsins-i-reykjavik-opnar-17-mai-2019/ og https://www.facebook.com/events/343917599596476/.