Skip to content

Nemendaverðlaun Reykjavíkurborgar

Nemendaverðlaun Reykjavíkurborgar voru afhent í gær.  33 nemendur úr jafnmörgum grunnskólum fengu viðurkenningu frá skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Jón Arnór Styrmisson úr 10. bekk Fellaskóla fékk viðurkenningu fyrir leiðtogahæfni og framlag til að bæta skólabrag með leiðtogahæfni. Til hamingju Jón. Á meðfylgjandi mynd er Jón ásamt Kristínu Ýri umsjónarkennara sínum fyrir utan Háteigsskóla þar sem verðlaunin voru afhent.