Skip to content

Sumarlestur

Í vetur hafa nemendur í Fellaskóla verið duglegir að lesa en á sumrin vill lesturinn oft gleymast og þá tapast lestrarfærni niður. Það er því mjög mikilvægt að nemendur haldi áfram að æfa sig að lesa yfir sumarmánuðina.

Nemendur í Fellaskóla fengu sumarlestrarblað með sér heim í sumarfríið. Á blaðið skrá nemendur bækurnar sem þeir lesa í sumar og í skólabyrjun í haust eiga þeir að skila sumarlestrarblaðinu til umsjónarkennara. Það verða svo veittar viðurkenningar á sal fyrir þá sem koma með sumarlestrarblaðið sitt útfyllt í haust.

Það er mjög gott bókasafn í Gerðubergi með fjölbreyttu úrvali bóka, bæði á íslensku og öðrum tungumálum. https://borgarbokasafn.is/bokasofn/gerduberg

Við í Fellaskóla viljum hvetja ykkur til að fara á bókasafnið og fá lánaðar bækur til að lesa.

Hér fyrir neðan er sumarlestrarblaðið og læsisráð á íslensku, pólsku og ensku sem við mælum með að þið lesið.Sumarlestur 2019 laesisrað ísl
laesisrad_polsk
laesisrad_ensk