Skip to content

Menntamálaráðherra í heimsókn í Fellaskóla

Í dag fögnuðum við fjölbreytileikanum í Fellaskóla með því að halda alþjóðlegan tungumáladag. Að þessu sinni fengum við góða gesti í heimsókn, menntamálaráðherra Lilju Dögg Alfreðsdóttur og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, Helga Grímsson. Þá voru nemendur Fellasels með okkur á sal!

Lilja ávarpaði nemendur og í máli hennar kom fram að nemendur ættu að vera stoltir af tungumálakunnáttu sinni og að í Fellaskóla væri mikill fjársjóður. Við tökum svo sannarlega undir það með Lilju!

Að lokinni samkomu á sal hittu ráðherra og sviðsstjóri nemendafélagið á góðum fundi.

Við þökkum öllum gestunum okkar fyrir komuna.