Skip to content

Forseti Íslands í Fellaskóla

Í dag var haldinn kynningar- og blaðamannafundur í Fellaskóla um Forvarnardaginn 2019. Á fundinn mættu forseti Íslands, borgarstjórinn, landlæknir og fulltrúar samtaka og stofnana sem standa að deginum. Nemendur í 4. bekk tóku á móti gestunum við innganginn; fulltrúar nemendafélags vísuðu þeim veginn og Annija, Kacper, Karítas og Nenad í 9. bekk voru viðstödd fundinn og svöruðu spurningum gesta og blaðamanna. Við þökkum gestum okkar fyrir komuna.