Skip to content

Skrekkur

Fellaskóli tók þátt í Skrekk í vikunni. Nemendur, undir stjórn Kristínar Ýrar kennara, sömdu, æfðu og fluttu atriði um það að vera unglingur í dag. Atriðið var frábærlega vel flutt og mjög skemmtilegt enda myndaðist mikil stemming í salnum meðal áhorfenda. Þvi miður komst atriði skólans ekki í úrslit en nemendur geta verið stoltir af því hvernig tókst til.