Skip to content

Lestrarsprettur

Síðastliðinn föstudag og þá lauk Slöngulestrarspretti sem hafði staðið yfir í sex vikur. Nemendur voru dugleg að koma á skólasafnið , taka bækur og skila lestrarmiðum í slöngukassann  góða. Aldrei áður hafa nemendur lesið eins margar  blaðsíður en þær urðu 111.122 blaðsíður. Unglingarnir okkar komu sterkir inn . I síðasta lestrarsprett(i) lásu þeir um 2000 blaðsíður en núna um 30.000 blaðsíður. Við erum ákaflega stolt af nemendum Fellaskóla  og fengu vinningshafar  slöngusúkkulaðiköku  í verðlaun. Vinningsahafar  voru; 6. EÁÓ   með 25.191 lesnar blaðsíður, 8. MG með 28.806 lesnar blaðsíður og 4. KS og 4. ÞÓ fengu viðurkenningarskjal fyrir eljusemi og dugnað.