Skip to content

4. bekkur Þjóðminjasafnið.

Fjórði bekkur fór í dag á Þjóðminjasafnið á sýninguna Tíminn og skórnir: Safngripir í aldanna rás. Þetta er ferðalag um tímann og leiðir saga skósins nemendur um safnið frá árinu 700 til dagsins í dag.  Nemendur skoðuðu beinagrindur/kuml frá landnámi.  Valþjófsstaðahurðina með sínum fallega útskurði og rakti safnvörðurinn ævintýrið á hurðinni.  Margt var skoðað og ræddu nemendur sín á milli um margt áhugavert sem þeim þótti skrýtið, fallegt, skemmtilegt og áhugavert.  Tímalína sögu Íslands var skoðuð og þar var búið að leggja á borð frá fyrstu tíð að deginum í dag.  Það var áhugavert að sjá breytinguna úr stein í plast áhöld nútímans.  Nemendur voru til fyrirmyndar eins og alltaf í strætó og á safninu sjálfu. Nemendur fengu svo með sér heim mynd af skóm og lituðu mynd af sauðskinsskóm.