Skip to content

Slökkviliðið í heimsókn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsótti 3. bekkinga á dögunum. Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um ýmislegt tengt brunavörnum og réttum viðbrögðum við eldi. Einnig fengu allir að skoða slökkviliðs- og sjúkrabíl. Í lokin fengu börnin endurskinsmerki, vasaljós og bók að gjöf.