Skip to content

Norrænt samstarf

Nord eða Norður eins og hún heitir á íslensku er stafræn bók eftir þau Camilla Hübbe og Rasmus Meisler. Höfundar bókarinnar voru á Íslandi dagana 28. og 29. nóvember og heimsóttu nemendur í 7. – 9. bekk til að kynna bókina og söguheiminn fyrir nemendum. Kennarar á eldra stigi Fellaskóla eru í samstarfi við Guðrúnu Baldvinsdóttur verkefnastjóra hjá Borgarbókasafni og munu nemendur koma til með að lesa bókina og nýta upplifunarrýmið, Okið, samhliða lestrinum undir leiðsögn Guðrúnar.

Hér er hlekkur fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér rýmið betur: https://borgarbokasafn.is/okid en söguheimurinn NORD hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði og var OKið í Gerðubergi opnað þann 30 nóvember síðast liðinn. Nokkrir nemendur skólans voru viðstaddir opnunina og hér má sjá umfjöllun og viðtöl sem birtust í Krakkafréttum RÚV: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/krakkafrettir/24081?ep=898f0u