Skip to content

Tveir sigurvegarar frá Fellaskóla í myndakeppni MS

4. bekkur tók í vetur þátt í skólamjólkursamkeppni en börnin teiknuðu myndir í tengslum við kýr og mjólk hjá Gretu myndmenntakennara sem svo sendi inn myndir í keppnina. Alls voru um 1.500 myndir sendar inn og 10 valdar til verðlauna. Af þessum myndum voru tvær frá nemendum Fellaskóla. Katrín Kristinsdóttir og Ugne Skyriute í 4. ÞÓ fengu verðlaun fyrir myndir sínar. Við erum afar stolt af nemendum okkar og óskum við verðlaunahöfum og öllum í 4. bekk til hamingju með árangurinn.