Skip to content

Um sóttkví:

Ágætu foreldrar.
Ég vil ítreka að við í Fellaskóla fylgjum nákvæmlega öllum leiðbeiningum frá landlækni og almannavörnum. Nemendur eiga því að vera eins örugg í skólanum og kostur er.
Börn sem eru heima, eru velkomin í skólann á ný, ef engin ástæða er til að halda þeim í sóttkví. Foreldrum er velkomið að hafa samband við skólann og ræða við skólastjórnendur ef þið viljið meiri upplýsingar.
Við vinnum saman með velferð nemenda að leiðarljósi.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar frá almannavörnum og landlækni:

Með góðri kveðju,
Helgi Gíslason skólastjóri

Smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis vill árétta eftirfarandi:

Einstaklingur fer í sóttkví ef hann hefur:

  • Mögulega umgengist einstakling með nýja kórónuveirusýkingu
  • Verið á áhættusvæði en er ekki ennþá veikur sjálfur.

Aðrir á heimilinu sem ekki voru útsettir fyrir smitinu þurfa EKKI í sóttkví. Ef um ungt barn er að ræða er nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu.

Mikilvægt er að skipuleggja umgengni á heimilinu þannig að þeir sem eru í sóttkví og hinir séu sem allra minnst á sömu svæðum íbúðarinnar. Í sameiginlegum rýmum eins og á salerni og í eldhúsi þarf að gæta sérstaks hreinlætis.

Sóttkví vegna COVID-19 eru 14 dagar frá þeim degi sem einstaklingur var nálægt smituðum einstakling. Ef einstaklingur í sóttkví fær einkenni á hann að hringja í heilsugæsluna sína næsta virka dag til að fá sýnatöku.

Frekari leiðbeiningar vegna sóttkvíar í heimahúsi er að finna á https://www.covid.is/flokkar/sottkvi.is og www.landlæknir.is

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningarnar vel. Ef spurningar vakna má hafa samband við netspjall á www.heilsuvera.is