Skip to content

Vorskóli fyrir verðandi nemendur í 1. bekk.

Dagana 18.-20. maí var Vorskóli fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Dagskráin var fjölbreytt og fengu nemendur að æfa sig í kennslustundum í 1. bekk, fóru í íþróttir, heimsóttu frístundarheimilið Vinafell, kynntust krökkum sem verða vinabekkur þeirra næsta vetur, fóru í frímínútur og hlustuðu á lestur.

Foreldrar barna sem koma í 1. bekk næsta haust eiga von á boði í innritunarviðtal við umsjónarkennara í ágúst. Viðtölin fara fram dagana 24. og 25. ágúst 2020. Skóli hefst fyrir nemendur í 1. bekk 26. ágúst samkvæmt stundatöflu. Í september boða svo stjórnendur og umsjónarkennarar til kynningarfundar um komandi vetur.