Skip to content

Læsisstefna í Breiðholti

Sameiginleg Læsisstefna fyrir alla leik- og grunnskóla í Breiðholti er komin út.

Í Breiðholtinu eru fimm grunnskólar og tólf leikskólar sem síðustu tvö ár hafa unnið saman að Læsisstefnu Breiðholts. Þegar talað er um læsi er átt við þá hæfni að geta lesið, skilið, túlkað og unnið á gagnrýninn hátt með ritað mál, orð, tölur, myndir og tákn.

Með læsisstefnunni er lagður grunnur að því að skólarnir í hverfinu séu samstiga í að efla málþroska, orðaforða og læsi nemenda sinna í samvinnu við heimilin.

Læsisstefnan leggur áherslu á að nám sé heildrænt ferli í þroska barnanna. Í stefnunni má m.a. finna hlutverk leik- og grunnskólans, leiðir til að efla lestur, hugmyndir fyrir málörvun og hvernig hægt er að skapa lestrarhvetjandi umhverfi.

Við erum nú þegar byrjuð að vinna eftir stefnunni í Fellaskóla.

Það er innlæg von okkar að læsisstefnan efli okkar góða skólasamfélag í Breiðholtinu.

Læsisstefnan er á heimasíðu Fellaskóla: https://drive.google.com/file/d/1_-Lxx3me6lVCNxxehnVBlXsDT_Rlc7mi/view