Skip to content

Sumarlestur í Fellaskóla 2020

Í gær voru veittar viðurkenningar fyrir sumarlestur í Fellaskóla. Í ár fengu 126 nemendur medalíu fyrir að hafa lesið í sumar. Við í Fellaskóla gleðjumst með öllum þeim nemendum sem lásu í sumar og óskum þess að þeir verði enn fleiri sumarið 2021. Því lestrarþjálfun er svolítið eins og að æfa íþróttir um leið og markvissum æfingum er hætt þá minnkar getan, styrkurinn eða liðleikinn.

Núna í skólabyrjun viljum við minna foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með heimalestri barna sinna og hvetjum við alla nemendur okkar við vera dugleg að sinnalestrinum í vetur.

Lestur eykur orðaforða, málvitund, ímyndunarafl, víðsýni, gleði, bætir stafsetningu og almenna þekkingu.