Skip to content

Upplýsingar til foreldra

Hér eru ýmsar upplýsingar um stöðu mála í Fellaskóla.

Skólastarf óbreytt þessa viku.
Ný reglugerð um varnir gegn Covid-19 tók gildi í dag. Eins og áður förum við nákvæmlega eftir fyrirmælum yfirvalda. Engar breytingar verða á framkvæmd skólastarfsins. Við munum halda áfram að gera allt sem við getum í Fellaskóla til að verjast smiti.
– Skólasund fellur niður a.m.k. 26. október. Þá munu yfirvöld endurskoða ákvörðun sína.
– Íþróttahúsið er lokað a.m.k. til 26. október. Íþróttir eru kenndar utandyra nema veður hindri.

Upprifjun – þetta erum við að gera:
– Starfsfólki Fellaskóla er áfram skipt upp í nokkra hópa (hólfun). Hvert hólf hefur sína kaffistofu. Samskipti milli einstaklinga í þessum hópum eru í lágmarki og eingöngu ef starfið krefst þess. Flestir fundir eru fjarfundir.
– Nemendur eru ekki í hólfum en við höfum takmarkað samskipti milli hópa.
– Starfsfólk og nemendur eru hvattir til þess að þvo hendur reglulega og nota sótthreinsispritt. Flestir kennarar láta nemendur þvo / spritta hendur í upphafi kennslustunda.
– Öll rými eru þrifin daglega og salerni og sameiginlegir snertifletir oftar. Sameiginlegir snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega yfir daginn. Borð í matsalnum eru sótthreinsuð milli hópa. Salatbar er lokaður og matur skammtaður af starfsfólki.
– Það er ekki grímuskylda í Fellaskóla. Nemendur mega mæta með grímu og margir gera það. Sama gildir um kennara og annað starfsfólk.
– Fellaskóli er lokaður og engar heimsóknir foreldra eða annarra leyfðar. Foreldrar eru hvattir til að virða lokun skóla og hafa samband símleiðis ef eitthvað er.
Við viljum gera allt til að stuðla að heilbrigði nemenda og starfsfólks. Við þurfum öll að hjálpast að. Stundum smitvarnir og förum að reglum. Pössum vel upp á hvert annað.

Smit og sóttkví
Nú hafa allir nemendur í 7. og 9. bekk farið í skimun. Einn nemandi til viðbótar í 9. bekk greindist með smit í skimun og nú eru sex nemendur með smit. Að öðru leyti hafa ekki komið upp ný smit og í þessari viku eigum við von á fyrsta nemandanum úr einangrun. Vonandi erum við laus við smit í Fellaskóla.
Munum að í sóttkví meðal annars að umgangast ekki fólk utan heimilis meðan á henni stendur.
Allir nemendur sem fara í einangrun eða sóttkví þurfa að fara í skimun og mælast neikvæðir áður en þeir mæta á ný í skólann.
Haustleyfi
Ég minni á að haustleyfi er í Fellaskóla 22. – 26. október. Vinafell og Hraunheimar eru lokaðir. Kennsla hefst á ný 27. október. Við vonum að nemendur njóti þess að fá kærkomið frí.

Við sendum nemendur og fjölskyldum sem hafa glímt við smit og sóttkví okkar bestu kveðjur.

Með kærri kveðju
Helgi skólastjóri

Dear parents/guardians
We want to inform you about the current situation in Fellaskóli.

School „as usual“ this week.
A new regulation has taken effect from today, October 20 regarding preventive measures regarding Covid-19. No changes are made to how we do things in Fellaskóli. We will continue to do everything we can to prevent infections.
– No school swimming at least until October 26. Then the authorities will re-evaluate their decision.
– Our gym/hall will remain closed at least until October 26. Physical education takes place outdoors as long as the weather allows.
Infection control in Fellaskóli
– We have made the precautions when it comes to our staff that we limit the contact between groups that that internally work closely together. Most of our meetings take place on digital platforms.
– Students are not included in these precautions but we do limit the contact between the different grades.
– Staff and students are encouraged to frequent handwashing and antibacterial use also. Most of our treachers let the students apply antibacterial liquid when arriving to class.
– All areas in the school are cleaned on a daily basis and specific contact areas are cleaned more frequently during the day. Tables in the dining area are disinfected during lunchtime prior to new groups arriving. There is unfortunately no salad bar for the time being and lunch has to be served by our staff as part of these Covid-precautions.
– We have not required students to wear masks while they are welcome to do so if they choose to. The same applies to our staff.
– Fellaskóli is closed and for the time being we can not receive parents or others from outside the school. We ask you to respect this and contact us by phone if necessary.
We emphasize our wish to work closely with all of you to ensure your child/children´s welfare in Fellaskóli. We all need to work together in these very strange times. Let´s all take good care of eachother.
Infection and quarantine in Fellaskóli
At the moment all students in 7th and 9th grade have been checked for Covid-infection. One student in 9th grade has tested positive which make six altogether. No other infections have been tested so far. We expect our first student returning from isolation this week. We hope that we are done with Covid-infections in Fellaskóli.
Let us keep in mind that during quarantine we should not be in touch with people outside of our own household.
All students who are quarantined or in isolation have to be tested negative prior to returning to school.
Autumn break.
I wish to remind you that our autumn break starts Thursday October 22. Students return to school after the break on Tuesday October 27. We hope all of our students welcome this break.
At this point we also wish to send our warmest greetings to our students and their families who have gone through infection and quarantine/isolation due to Covid-19.

With kind regards,
Helgi Gíslason
principal