Skip to content

Bókagjöf til nemenda í 1. – 7. bekk

Rithöfundurinn Bjarni Fritzon færði nemendum Fellskóla góða gjöf í vikunni. Hann gaf öllum nemendum í 1. til 7. bekk eintak af bókinni Orra óstöðvandi: Hefnd glæponanna sem kom út fyrir jólin í fyrra. Bókin fjallar um vinina Orra og Möggu Messi sem eru uppátækjasöm og lenda í ýmsum ævintýrum. Bókin er skemmtileg og byggir á þeirri hugmynd að efla hugrekki og sjálfstraust. Orri óstöðvandi: Hefnd glæponanna er framhald af Orra óstöðvandi sem kom út árið 2018.

Okkur í Fellaskóla finnst frábært að nemendur fái skemmtilega nýja bók með sér inn í vetrarfríið sem nýtist vel inn í Lestrarsprettinn þar sem þau telja og skrá á miða hversu margar blaðsíður þau lesa á dag. Síðan skila þau miðunum í kassa á bókasafnið.

Við í Fellaskóla erum Bjarna mjög þakklát fyrir þessa veglegu gjöf, með henni vill hann leggja sitt að mörkum til að hvetja börn til lesturs.