Skip to content

Íslenskuverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Á Degi íslenskrar tungu í gær, 16. nóvember, fengu þrír nemendur í 4. , 7. og 10. bekk Íslenskuverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Verðlaunin eru veitt fyrir áhuga, ástundun og framfarir í íslensku. Verðlaunahafar eru: Gabriela Fominych 4. OS, Lena Barbara Jackiewicz 7. SR og Qiyuan Tan 10. KAI. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju.