Forsíðufrétt

Home/Forsíðufrétt

Skólaslit

  Útskrift 10. bekkjar Útskrift 10. bekkjar verður þriðjudaginn 6. júní  kl. 20:00 í hátíðarsal skólans.  Við hvetjum aðstandendur til að mæta með börnum sínum. Skólaslit Miðvikudaginn 7.júní verða svo skólaslit í Fellaskóla 1. - 4.bekkur mætir á sal kl. 09:00 5. - 9. bekkur mætir á sal kl. 10:00 Foreldrar eru boðnir velkomnir að vera viðstaddir [...]

By | 2017-06-05T21:03:06+00:00 June 5th, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Skólablað Fellaskóla

Í dag, 31. maí, kom út Skólablað Fellaskóla 2017 sem unnið var í valfagi af nemendum á unglingastigi. Nemendur unnu alla hugmyndavinnu, söfnuðu gögnum, fengu auglýsingar og settu svo blaðið upp sjálfir. Hver bekkur í skólanum fékk svo sitt eintak afhent í dag. Hér má sjá rafrænt eintak af blaðinu.  

By | 2017-05-31T16:02:14+00:00 May 31st, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Ratleikur um Breiðholt

Á fimmtudaginn fór unglingastig Fellaskóla ásamt kennurum sínum í ratleik um Breiðholtið. Nemendur þurftu að leysa ýmsar þrautir og gátur. Dagurinn einkenndist af samvinnu og gleði í góðu veðri. Unglingastig notaði myllumerkið (e. Hashtag) #fellutidagur til að deila myndum og myndböndum.   #Fellutidagur A post shared by Kristinn03 (@kristinn2387) on May 24, 2017 at 3:35am PDT #fellutidagur [...]

By | 2017-05-25T23:24:07+00:00 May 25th, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Vorskóli

Dagana 22.-24. maí var Vorskóli fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Dagskráin var fjölbreytt og fengu nemendur að æfa sig í kennslustundum í 1. bekk, fóru í íþróttir, heimsóttu frístundarheimilið Vinafell, kynntust krökkum sem verða vinabekkur þeirra næsta vetur, fóru í frímínútur og hlustuðu á lestur. Foreldrum var boðið upp á stutta kynningu um það [...]

By | 2017-05-24T15:48:59+00:00 May 24th, 2017|Forsíðufrétt, Vinafell|0 Comments

Mótum okkur menntastefnu

Af vef Reykjavíkurborgar: Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft. Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030. [...]

By | 2017-05-23T11:07:42+00:00 May 23rd, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments