Forsíðufrétt

Home/Forsíðufrétt

Mótum okkur menntastefnu

Af vef Reykjavíkurborgar: Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft. Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030. [...]

By | 2017-05-23T11:07:42+00:00 maí 23rd, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Þemadagur 16. maí

 (English below) Kæru foreldrar / forráðamenn.  Á Fellaþingi nú í vetur kusu nemendur Fellaskóla um að hafa reglulega þemadaga. Það er í höndum nemendaráðs skólans að skipuleggja slíka daga. Nú er komið að þemadegi en þriðjudaginn 16. maí er 80' þema í Fellaskóla. Þá eru allir, nemendur og starfsfólk, hvattir til að mæta í 80' fatnaði eða með eitthvað [...]

By | 2017-05-10T15:34:22+00:00 maí 10th, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

„Höfum gífurlegar áhyggjur af símanotkun“

8. bekkur í Fellaskóla stóð fyrir fjáröflunarmaraþoni í heilan sólarhring frá föstudagsmorgni til laugardagsmorguns. Bekkurinn er að safna sér fyrir ferð á Úlfljótsvatn og farið var heldur óvenjulega leið til að safna peningum. Nemandi í bekknum, sem var kominn með nóg af símanotkun bekkjarfélaga sinna, stakk upp á símalausum sólarhring. Fréttastofa hitti Kristínu Ýr Lyngdal, [...]

By | 2017-04-30T12:14:44+00:00 apríl 30th, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Skólatónleikar í Hörpu

Fellaskóli tekur þátt í samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þema verkefnisins eru vögguvísur. Nemendur Fellaskóla hafa undanfarnar vikur fjallað um vögguvísur á ýmsum tungumálum. Vögguvísurnar verða fluttar með undirleik Sinfóníunnar í Hörpu næstkomandi miðvikudag (5.4.17).

By | 2017-04-04T13:51:49+00:00 apríl 4th, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Blár dagur í Fellaskóla

Kæru foreldrar og aðrir aðstandendur, Þriðjudaginn 4. apríl höldum við bláa daginn hátíðlegan í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Þá eru allir hvattir til að klæðast bláu og foreldrar um leið hvattir til að ræða við og fræða börn sín um einhverfu. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, [...]

By | 2017-04-03T14:08:40+00:00 apríl 3rd, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments