Forsíðufrétt

Home/Forsíðufrétt

Skólatónleikar í Hörpu

Fellaskóli tekur þátt í samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þema verkefnisins eru vögguvísur. Nemendur Fellaskóla hafa undanfarnar vikur fjallað um vögguvísur á ýmsum tungumálum. Vögguvísurnar verða fluttar með undirleik Sinfóníunnar í Hörpu næstkomandi miðvikudag (5.4.17).

By | 2017-04-04T13:51:49+00:00 apríl 4th, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Blár dagur í Fellaskóla

Kæru foreldrar og aðrir aðstandendur, Þriðjudaginn 4. apríl höldum við bláa daginn hátíðlegan í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Þá eru allir hvattir til að klæðast bláu og foreldrar um leið hvattir til að ræða við og fræða börn sín um einhverfu. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, [...]

By | 2017-04-03T14:08:40+00:00 apríl 3rd, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Úrslit í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar

Nú á dögunum réðust úrslit í teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar sem haldin er árlega í grunnskólum landsins. Katla Dögg Kristinsdóttir nemandi í 4. ÞÓ var ein af sigurvegurum keppninnar í ár. Myndin hennar var í hópi þeirra rúmlega 1.300 mynda sem bárust í keppnina. Sigurvegarinn hlýtur viðurkenningarskjal ásamt 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð. Bekkurinn getur nýtt [...]

By | 2017-03-31T14:30:07+00:00 mars 31st, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Ný heimasíða í loftið

Eins og sjá má hefur ný heimasíða Fellaskóla farið í loftið. Með henni er vonast til að upplýsingaflæði til forráðamanna sé skýrt og aðgengilegt. Síðan er í frekari vinnslu þannig að það eru ekki allar upplýsingar komnar inn. Unnið er að því að uppfæra og koma því efni inn sem á að vera á heimasíðunni.

By | 2017-03-30T10:35:15+00:00 mars 30th, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments

Fellaskóli fær minningarverðlaun Arthurs Morthens

Minningarverðlaun Arthurs Morthens voru veitt við hátíðlega athöfn í dag, öskudag. Það var einróma álit valnefndar að veita Fellaskóla verðlaunin í ár fyrir verkefnið Allir á heimavelli, metnaðarfullt skólastarf án aðgreiningar. Með rökstuðningi valnefndar segir að í Fellaskóla sé margbreytileiki nemenda- og starfsmannahópsins allsráðandi. Töluð eru 26 tungumál í skólanum, um 70% nemenda eru með [...]

Frábær árangur Fellaskóla í lestrarátaki

Nemendur í Fellaskóla voru duglegir að taka þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns og var Alexander Máni nemandi í 4. bekk einn þeirra sem dreginn var út og verður gerður að persónu í nýrri bók Ævars. Til hamingju með frábæran árangur Alexander Máni!

By | 2017-03-08T20:17:48+00:00 mars 8th, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments