Skip to content
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

stundvís (lýsingarorð) Að vera stundvís Einstaklingur er stundvís ef hann mætir á réttum tíma. Það að mæta á réttum tíma þýðir að koma örlítið fyrr og vera tilbúinn þegar á að byrja. Dæmi:  Strákurinn er stundvís og mætir alltaf á réttum tíma.

Nánar
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

treysta (sagnorð) Að treysta Að treysta einhverjum þýðir er að geta reitt sig á manneskjuna. Að vita að hún hagar sér á ákveðinn jákvæðan hátt. Að viðkomandi gerir það sem hann sagðist ætla að gera. Dæmi: Foreldrarnir gátu alltaf treyst því að sonur þeirra kæmi á réttum tíma heim.    

Nánar
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

dagatal (nafnorð) Dagatal Dagatal er skrá um daga ársins, flokkaða eftir mánuðum og vikum. Vikudagarnir heita: mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Mánuðurnir heita: janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember og desember.  

Nánar
28 ágú'19

Fellafjör

Í gær var Fellafjör í Fellaskóla sem hefur það meðal annars að markmiði að efla tengsl nemenda. Nemendur unnusaman að verkefnum í aldursblönduðum hópum, bæði innan og utan dyra. Frábær leið fyrir nemendur og starfsfólk að kynnast á fyrstu dögum skólaársins.

Nánar