Eineltisáætlun

Home/Eineltisáætlun
Eineltisáætlun 2017-04-20T11:53:42+00:00

Aðgerðir gegn einelti og öðru ofbeldi

Í Fellaskóla er einelti ekki liðið. Geri eineltishegðun vart við sig er tilkynningareyðublað  um einelti er á heimasíðu skólans.

Foreldri fyrir hönd barns síns eða starfsfólk skólans sem fær upplýsingar um eineltishegðun eða verður var við slíka hegðun getur fyllt út eyðublaðið Tilkynningareyðublaðið skal berast skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Ferli í úrvinnslu eineltismála þegar tilkynning um einelti berst er eftirfarandi:

Eineltisteymi Fellaskóla kemur saman og gerir verkáætlun. Íhlutun byggist á eðli og umfangi tilkynningarinnar og alvarleika hegðunarinnar sem lýst er.

Aflað er frekari gagna/upplýsinga t.d. frá umsjónarkennara og öðrum sem geta gefið upplýsingar um málið.

Haft er samband við forráðamann þolanda, hann boðaður til fundar við eineltisteymi.
Haft er samband við foreldra meints geranda og aðra sem nefndir eru í eineltistilkynningunni. Þeir verða upplýstir um efni hennar og boðið viðtal.

Leitað verður frekari upplýsinga hjá aðilum og hlustað á þeirra sjónarmið. Teknar eru ákvarðanir um aðgerðir sem tryggja öryggi tilkynnanda.

Skólaliðar og annað starfsfólk er beðið um að fylgjast með málsaðilum í frímínútum, á göngum og í matsal ef þörf þykir.

Teymið, í samráði við foreldra beggja aðila, leggur mat á frekari íhlutun/inngrip.

Aðgerðir taka mið af eðli máls. Valdar verða leiðir sem eru minnst íþyngjandi miðað við alvarleika kvörtunarinnar.

Úrvinnsla eineltismála
Í úrvinnslunni felst að hitta málsaðila og foreldra þeirra eins oft og nauðsyn krefst. Komið verður á eftirliti samhliða úrvinnslu málsins. Umsjónarkennari fylgist með framvindu málsins og veitir hegðun og framkomu umræddra barna sérstaka athygli. Eftirfylgni er haldið áfram óháð því hvort talið sé að eineltið hafi stöðvast. Leitað verði að undirliggjandi orsakaþáttum hjá geranda til að tryggja að hann láti af hegðuninni til framtíðar.

Markmið úrvinnslunnar er a.m.k. fjórþætt:
a) Að upplýsa málið
b) Stöðva eineltið
c) Styrkja þolanda og veita honum viðeigandi aðstoð
d) Leita orsaka hjá geranda, vinna með vanda hans og aðstæður

Í erfiðari málum er:
a) Haldið áfram með úrvinnsluna eins lengi og þörf þykir
b) Rætt við aðra nemendur og vitni
c) Markvissari eftirfylgd og eftirlit með aðilum
d) Líðan þolanda könnuð daglega
e) Rætt við geranda (gerendur) daglega
f) Lagt mat á hvort leita þurfi utanaðkomandi sérfræðiaðstoðar

Samhliða úrvinnslu huga skóli og foreldrar í sameiningu að öðrum þáttum s.s. hvernig forvörnum er háttað í skólanum og á heimilinu og hvort samstarf skóla og heimilis er fullnægjandi.

Lok máls:
Máli lýkur með formlegum hætti með því að forráðamaður þolanda skrifar undir staðfestingu á að eineltinu sé lokið. Skipulögð er eftirfylgni og eftirlit í samráði við foreldra. Bekknum er veittur viðeigandi stuðningur.

Viðbragðsáætlunin er endurskoðuð reglulega og endurbætt í samræmi við reynslu af fyrri eineltismálum

Fyrirbyggjandi starf gegn einelti
Mikilvægt er að vinna markvisst fyrirbyggjandi starf gegn einelti og óæskilegri hegðun. Hér gefur að líta aðgerðir sem skólinn nýtir. Þá er jafnframt vísað til forvarnaráætlunar í þessu sambandi.

 Fellaskóli vinnur eftir aðferðum PBS (positive behavior support).

 Öflug gæsla í frímínútum á skólalóð.

 Tengslakannanir lagðar fyrir bekkjardeildir.

 Kannanir um einelti lagðar fyrir bekkjardeildir.

 Fjallað um einelti í lífsleiknitímum.

 Lífsleikniverkefnið Vinir Zippý’s.

 Utanaðkomandi fræðsla fyrir bekki um einelti og afleiðingar þess.

 Bókmenntir notaðar sem fjalla um samskipti og geta stuðlað að siðferðilegum

vangaveltum meðal nemenda með það að markmiði að þeir læri að setja sig í spor

annarra.

 Bekkjarfundir.

 Samstarf milli bekkja (vinabekkir).

 Áhersla lögð á öflugt foreldrasamstarf.

 Bekkjarfulltrúar hvattir til að auka bekkjarstarf t.d. með vinahópum og

bekkjarsamkomum.
Bekkjarreglur og umsjónarmenn
Skólareglur Fellaskóla eru í níu liðum www.fellaskoli.is en auk þeirra er kennurum einstakra árganga frjálst að setja sérstakar umgengis- og samskiptareglur í viðkomandi árgangi í samráði við nemendur. Í hverjum umsjónarbekk eru umsjónarmenn.

Þjónusta við nemendur með fjölþættan vanda
Í skólanum er unnið samkvæmt Verklagsreglum skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs um þjónustu við grunnskólanemendur með fjölþættan vanda. Þessar verklagsreglur taka við ef skólareglur duga ekki til eða ákvæði þeirra eru fullreynd. Verklagsreglunum er ætlað að skapa vinnulag sem tryggir skilvirka samvinnu stofnana Reykjavíkurborgar við vinnslu mála þar sem vandi nemenda er alvarlegur og fjölþættur.