Sprotasjóður veitti Fellaskóla styrk til að vinna þróunarverkefnið Allir á heimavelli skólaárið 2016-2017

Verkefnið snýst um að auka þátttöku nemenda í skólastarfinu og þjálfa þá í lýðræðislegum vinnubrögðum. Með þessu móti viljum við stuðla að jákvæðum skólabrag og efla borgaravitund nemenda og virka þátttöku þeirra.

Skólaárið 2016-2017 fer þessi vinna fram í vikulegum kennslustundum – Fellaþingi. Í þeim stundum vinna nemendur saman að ýmsum verkefnum í fjölbreyttum hópum. Stundum vinna einstakir bekkir að verkefnum, stundum árgangar eða stig og stundum vinna aldursblandaðir nemendahópar saman að verkefnum Fellaþings. Viðfangsefni Fellaþings eru fjölbreytt. Sem dæmi má nefna verkefni þar sem nemendur koma með eigin hugmyndir að því hvernig bæta má skólastarfið, velja rétti á matseðil, gera bekkjarsáttmála, verkefni tengd leiðtogaþjálfun og lýðræðisverkefni. Þá koma allir nemendur skólans saman á þingum og kjósa um ákveðin viðfangsefni, eins og til dæmis um atriði sem þeir telja mikilvægust til að bæta aðstæður í skólanum.

Umsjón og þróun heimasíðu er í höndum Páls Ásgeirs Torfasonar.

Fellaþingsteymið: Jóhann Skagfjörð Magnússon, Gunnhildur Halldóra Axelsdóttir, Hrund Malín, Þóra Margrét Sigurðardóttir og Páll Ásgeir Torfason.

Í vinnslu: Ítarlegar upplýsingar um ferlið, myndabanki og upptökur af allsherjarþingi.