Skip to content
22 ágú'21

Upplýsingar til foreldra

Fellaskóla, 23. ágúst 2021 Til foreldra í Fellaskóla – upplýsingar um upphaf skólastarfsins í Fellaskóla. Við hlökkum til að hitta nemendur hressa og káta eftir sumarleyfi. Sömuleiðis hlökkum við til að vinna með foreldrum og forráðamönnum í vetur. 340 nemendur hefja nám í Fellaskóla í haust. Skólastarfið verður með hefðbundnum hætti þó við verðum áfram…

Nánar
18 ágú'21

Skólasetning

Fellaskóla, 28. ágúst 2021 Til foreldra og nemenda í Fellaskóla: Skólasetning í Fellaskóla verður mánudaginn 23. ágúst. Nemendur mæta sem hér segir: 9. – 10. bekkur kl. 9:00 7. – 8. bekkur kl. 9:30 5. – 6. bekkur kl. 10:00 2. – 4. bekkur kl. 10:30 Við byrjum í hátíðarsal og svo fara nemendur með…

Nánar
25 jún'21

Sumarlokun

Skrifstofa Fellaskóla verður lokuð frá 25. júní til og með 3. ágúst. Nauðsynleg skilaboð og fyrirspurnir er hægt að senda á fellaskoli@rvkskolar.is og þeim verður svarað um leið og tækifæri gefst til.

Nánar
15 jún'21

Tónlistarmyndband nemenda Fellaskóla

Nemendur í Fellaskóla unnu saman að stuttu tónlistarmyndbandi í hljómsveitarvali á unglingastigi. Viðlag lagsins birtist á 27 tungumálum sem töluð eru í Fellaskóla. Áhersla var á kærleika, samvinnu og samhug.

Nánar
08 jún'21

Útskrift 10. bekkjar miðvikudag kl. 20.

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í 10. bekk. Útskrift nemenda í 10. bekk fer fram í Fellaskóla á morgun 9. júní kl. 20:00. Vegna Covid þarf að takamarka fjölda gesta að þessu sinni. Hver útskriftarnemandi má taka með sér tvo gesti (foreldra eða aðra nákomna ættingja). Við hlökkum til að sjá ykkur. Boðið verður upp á veitingar…

Nánar
03 jún'21

Upplýsingar um rafhlaupahjól og létt bifhjól

Vinsældir rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla í flokki I (vespa) hafa aukist að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Við hjá Samgöngustofu höfum nú tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi. Við hvetjum kennara til að ræða við nemendur sína, sýna fræðslumyndirnar, fara yfir fræðsluefnið og taka þetta til umræðu…

Nánar
02 jún'21

Vorhátíð

Vorhátíð Fellaskóla var haldin í blíðskaparveðri í gær. Vegna fjöldatakmarkana var ekki hægt að bjóða foreldrum að koma og njóta með okkur. Allir skemmtu sér vel og var ýmislegt í boði, hoppukastalar, spákonur, andlitsmálun, tónlist, skrúðganga þar sem skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leiddi okkur um hverfið og ekki má gleyma frábærri sýningu í boði Foreldrafélagsins…

Nánar
27 maí'21

Vorskóli

Dagana 17.-19. maí var Vorskóli fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Dagskráin var fjölbreytt og fengu nemendur að æfa sig í kennslustundum í 1. bekk, fóru í íþróttir, heimsóttu frístundarheimilið Vinafell, kynntust krökkum sem verða vinabekkur þeirra næsta vetur, fóru í frímínútur og hlustuðu á lestur. Foreldrar barna sem koma í 1. bekk næsta haust…

Nánar
18 maí'21

Matreiðslukeppni Fellaskóla 2021

7. apríl og 11. maí sl. fór fram matreiðslukeppni Fellaskóla, sem fékk heitið Meistarakokkar Fellaskóla. Nemendur í 7.-10.bekk öttu þar kappi í matreiðslugerð, með því að elda aðalrétt og eftirrétt á innan við 2 klukkustundum. Nemendur fengu lista yfir hráefni sem þeir urðu að nota í aðalrétt, t.d. kjúkling og rauðlauk, en þeir máttu einnig…

Nánar
17 maí'21

Listafell – listagallerí.

Þann 14.maí síðastliðinn opnuðum við sýningu númer tvö í listagallerí  Fellaskóla, Listafelli. Þar sýna nemendur verk sín sem eru unnin í list- og verkgreinum. Sýningin er glæsileg í alla staði og við stolt af verkum nemenda okkar.

Nánar