11 jún'19

Sumarlestur

Í vetur hafa nemendur í Fellaskóla verið duglegir að lesa en á sumrin vill lesturinn oft gleymast og þá tapast lestrarfærni niður. Það er því mjög mikilvægt að nemendur haldi áfram að æfa sig að lesa yfir sumarmánuðina. Nemendur í Fellaskóla fengu sumarlestrarblað með sér heim í sumarfríið. Á blaðið skrá nemendur bækurnar sem þeir…

Nánar
04 jún'19

Útivistardagur og skólaslit

Kæru foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 6. júní er útivistardagur í Fellaskóla. Þann dag mæta nemendur 1. – 4. bekk í skólann kl. 8:20 og nemendur í 5. – 10. bekk kl. 8:45. Skóla lýkur kl. 12:00. Opið er í Vinafelli og Hraunheimum (muna að skrá nemendur á www.rafraen.reykjavik.is). Skólaslit í 10. bekk eru fimmtudaginn 6. júní kl.…

Nánar
29 maí'19

Vorhátíð Fellaskóla

Vorhátíð Fellaskóla var haldin í gær.  Hátíðin hófst með skrúðgöngu nemenda og foreldra. Síðan tóku við skemmtiatriði fyrir utan skólann, hoppukastalar og veltibíll ásamt því að Ísbíllinn kom í heimsókn. Foreldrar tóku virkan þátt í hátíðinni sem tókst mjög vel enda allir í góðu skapi í sólskininu. Hér má sjá nokkrar myndir frá hátíðinni.

Nánar
29 maí'19

Nemendaverðlaun Reykjavíkurborgar

Nemendaverðlaun Reykjavíkurborgar voru afhent í gær.  33 nemendur úr jafnmörgum grunnskólum fengu viðurkenningu frá skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Jón Arnór Styrmisson úr 10. bekk Fellaskóla fékk viðurkenningu fyrir leiðtogahæfni og framlag til að bæta skólabrag með leiðtogahæfni. Til hamingju Jón. Á meðfylgjandi mynd er Jón ásamt Kristínu Ýri umsjónarkennara sínum fyrir utan Háteigsskóla þar sem…

Nánar
24 maí'19

Vorhátíð Fellaskóla þriðjudaginn 28. maí nk.

Vorhátíð Fellaskóla verður þriðjudaginn 28. maí og hefst kl. 12:00. Hátíðin er haldin í samstarfi við Foreldrafélag Fellaskóla. Hátíðin hefst með skrúðgöngu um hverfið. Síðan taka við skemmtiatriði á skólalóðinni. Þar verða atriði frá hljómsveitarhóp, danshópi og Kór Fellaskóla. Á skólalóðinni geta nemendur líka farið í Veltibíl og hoppukastala. Við fáum líka ísbíl á svæðið…

Nánar
21 maí'19

Nemendur aðstoða listamenn

Um 40 nemendur úr 4. – 10. bekk í Fellaskóla tóku þátt í að útbúa listaverk á sýninguna ÚTHVERFI með tveimur listamönnum sem standa að sýningunni. Sýningin er á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og listamennirnir heita Ósk Vilhjálmsdóttir og Halldór Ásgeirsson. Þátttaka nemendanna fólst í að útbúa myndir sem settar voru á fána. Fánarnir munu…

Nánar
16 maí'19

Skemmtun á sal í umsjá 1. – 4. bekkjar

Síðastliðinn fimmtudag buðu nemendur fyrsta til fjórða bekkjar upp á frábæra skemmtun í salnum. Þar söfnuðust allir nemendur skólans saman og sungu nokkur sumarlög. Nemendur fyrsta bekkjar fluttu frábæran talkór. Nemendur annars bekkjar sungu lögin Sól skín á skjá og Meistari Jakob á 4 tungumálum, Nemendur í þriðja bekk voru með dansatriði og röppuðu Skólarapp.…

Nánar
16 maí'19

Heimsókn frá Frakklandi

Nýlega komu franskir skólastjórar og kennarar og heimsóttu Fellaskóla. Tilgangur heimsóknarinnar var fyrst og fremst að kynnast því hvernig skólinn vinnur með Jákvæðan aga. Jafnframt notuðu Frakkarnir tækifærið og skoðuðu skólann. Frakkarnir voru mjög áhugasamir, spurðu fjölmargra spurninga og tóku margar myndir. Nemendur og kennarar tóku að sjálfsögðu vel á móti Frökkunum en móttökunnar var…

Nánar
08 maí'19

Söguritun í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk unnu með persónusköpun og sögusvið þar sem þeir létu hugmyndaflugið leika lausum hala. Hver nemandi skapaði sína sögupersónu, gaf henni útlit, persónugerð og hlutverk í sögu sem nemendur skrifuðu í pörum eða litlum hópum. Verkefnavinnunni var að lokum fagnað með útgáfuhófi þar sem nemendur sýndu foreldrum sínum og stjórnendum afraksturinn.

Nánar