Skip to content
02 jún'20

Nemendur yngra stigs fengu BMX – sýningu

Foreldrafélag Fellaskóla bauð upp á frábæra sýningu fyrir nemendur yngra stigs í dag. Strákarnir í BMX brós sýndu listir á BMX hjólum. Óhætt er að segja að þeir hafi slegið í gegn með frábærri sýningu, spennandi atriðum og mikilli stemmingu. Strákarnir lögðu mikla áherslu á mikilvægi hjálmanotkunar við krakkana og í lokinn fengu allir sem…

Nánar
29 maí'20

Fimmtudaginn 28. maí fór 4.bekkur upp á Hellisheiði við Vifilfell og gróðursetti tré. Verkefnið er á vegum Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Það voru blautir, kaldir en mjög glaðir nemendur sem komu til baka eftir ánægjulega ferð. Mesta fjörið var að fá að moka mold í fötu og dreifa um móana.Verkefnið kallast LAND-NÁM…

Nánar
25 maí'20

4. bekkur á Ásmundarsafni

Nemendur skoðuðu sérstakt kúluhús þar sem listamaðurinn Ásmundur Sveinsson bjó einu sinni í. Húsið stendur í stórum garði og þar kom Ásmundur fyrir mjög stórum styttum sem eru þar enn í dag. Nemendur fengu að teikna skissu  af listaverki og skoða sig um á safninu og í garðinum. Nemendur Fellaskóla voru einstaklega áhugasamir og duglegir…

Nánar
22 maí'20

Vorskóli fyrir verðandi nemendur í 1. bekk.

Dagana 18.-20. maí var Vorskóli fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Dagskráin var fjölbreytt og fengu nemendur að æfa sig í kennslustundum í 1. bekk, fóru í íþróttir, heimsóttu frístundarheimilið Vinafell, kynntust krökkum sem verða vinabekkur þeirra næsta vetur, fóru í frímínútur og hlustuðu á lestur. Foreldrar barna sem koma í 1. bekk næsta haust…

Nánar
30 apr'20

Orðsending

Kæru foreldrar   Mánudaginn 4. maí mun kennsla hefjast samkvæmt stundaskrá í öllum árgöngum kl. 10:00. Vinafell verður opið. Tíminn um morguninn verður notaður til að gera kennslustofur klára og stilla saman strendi varðandi kennslu eftir þessa fordæmalausu tíma. Engar takmarkanir verða á skólahaldi barna og verður því öll kennsla með eðlilegum hætti. Við munum…

Nánar
03 apr'20

Páskaleyfi

Ágætu foreldrar og nemendur Við óskum ykkur ánægjulegs páskaleyfis. Páskaleyfi er frá 4. – 13. apríl. Samkomubann heldur áfram eftir páska. Skipulag í Fellaskóla verður með svipuðum hætti og verið hefur. Allt hefur gengið vel og hver hópur er algjörlega aðgreindur og hittir ekki aðra hópa. Við erum að skoða möguleikann á því að bæta…

Nánar
02 apr'20

Tími til að lesa.

Hvatning til okkar allra til að nýta aukinn tíma til að lesa fyrir börnin okkar og með þeim á hvaða tungumáli sem er. https://timitiladlesa.is/

Nánar
30 mar'20

Gjöld vegna skólamáltíða

Reykjavík, 27.3.2020 Lækkun á skólamáltíðum vegna skerðingar á þjónustu Í þeim tilvikum sem þjónusta skólamötuneyta fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda, sóttkvíar starfsmanna eða barna eða af öðrum sambærilegum ástæðum af völdum Covid19, verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Tilvik sem falla undir leiðréttingu:  Samkomubann – fjöldatakmarkanir í…

Nánar
29 mar'20

30. mars – 3. apríl

Ágætu foreldrar Nú eru liðnar tvær vikur af samkomubanni og sú þriðja að byrja. Skólastarfið hefur gengið vel. Það verður óbreytt fram að páskum. Vikuna 30. mars – 3. apríl mætir B hópur á mánudegi, miðvikudegi og föstudegi og A hópur á þriðjudegi og fimmtudegi. Í hverjum hópi eru 5 til 15 manns. Hóparnir hittast…

Nánar
27 mar'20

Upplýsingar um Covid-19.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Covid-19 og kvíða á ensku, pólsku og spænsku. Here you can find information about Coronavirus and coping with stress (English, Polish, Spanish) Coronavirus and coping with stress (English, Polish, Spanish)

Nánar