Skip to content
26 sep'19

Fótboltadrengir í úrslit

Þessir knáu drengir úr 9. og 10. bekk tóku í gær þátt í knattspyrnumóti grunnskólanna í Reykjavík. Þeir unnu sinn riðil með glæsibrag, töpuðu ekki leik og munu keppa til úrslita n.k. laugardag. Vel gert – áfram Fellaskóli.

Nánar
17 sep'19

Nemendur tína rusl

Nemendum Fellaskóla er umhugað um umhverfi skólans. Í hverri viku fer einn árgangur nemenda út ásamt kennurum sínum og tínir rusl sem því miður er of mikið af! Á meðfylgjandi mynd eru nokkir nemendur úr 10. bekk með hluta af því rusli sem þeir tíndu. Takk fyrir þetta nemendur Fellaskóla.

Nánar
05 sep'19

Haustkynning í 1. bekk 9. september

Mánudaginn 9. september klukkan 17:00-19:00 verður haustkynning 1. bekkjar. Farið verður yfir starf vetrarins, kosning bekkjarfulltrúa ásamt kynningu á Vinafelli og starfi Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Mikilvægt er að einhver frá hverju barni mæti á kynninguna. On Monday, September 9th, there will be a meeting for parents of children in the 1st grade. At the meeting there…

Nánar
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

stundvís (lýsingarorð) Að vera stundvís Einstaklingur er stundvís ef hann mætir á réttum tíma. Það að mæta á réttum tíma þýðir að koma örlítið fyrr og vera tilbúinn þegar á að byrja. Dæmi:  Strákurinn er stundvís og mætir alltaf á réttum tíma.

Nánar
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

treysta (sagnorð) Að treysta Að treysta einhverjum þýðir er að geta reitt sig á manneskjuna. Að vita að hún hagar sér á ákveðinn jákvæðan hátt. Að viðkomandi gerir það sem hann sagðist ætla að gera. Dæmi: Foreldrarnir gátu alltaf treyst því að sonur þeirra kæmi á réttum tíma heim.    

Nánar
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

dagatal (nafnorð) Dagatal Dagatal er skrá um daga ársins, flokkaða eftir mánuðum og vikum. Vikudagarnir heita: mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Mánuðurnir heita: janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember og desember.  

Nánar
28 ágú'19

Fellafjör

Í gær var Fellafjör í Fellaskóla sem hefur það meðal annars að markmiði að efla tengsl nemenda. Nemendur unnusaman að verkefnum í aldursblönduðum hópum, bæði innan og utan dyra. Frábær leið fyrir nemendur og starfsfólk að kynnast á fyrstu dögum skólaársins.

Nánar
19 ágú'19

Skólasetning fimmtudaginn 22.ágúst

Skólasetning: 2. – 3. bekkur kl. 9:00 4. – 6. bekkur kl. 9:30 7. – 10. bekkur kl. 10:00 Nemendur og foreldrar 1. bekkjar mæta í viðtöl á fimmtudag og föstudag. Kennsla hefst föstudaginn 23. ágúst hjá 2.-10. bekk samkvæmt stundartöflu.

Nánar
11 jún'19

Sumarlestur

Í vetur hafa nemendur í Fellaskóla verið duglegir að lesa en á sumrin vill lesturinn oft gleymast og þá tapast lestrarfærni niður. Það er því mjög mikilvægt að nemendur haldi áfram að æfa sig að lesa yfir sumarmánuðina. Nemendur í Fellaskóla fengu sumarlestrarblað með sér heim í sumarfríið. Á blaðið skrá nemendur bækurnar sem þeir…

Nánar
04 jún'19

Útivistardagur og skólaslit

Kæru foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 6. júní er útivistardagur í Fellaskóla. Þann dag mæta nemendur 1. – 4. bekk í skólann kl. 8:20 og nemendur í 5. – 10. bekk kl. 8:45. Skóla lýkur kl. 12:00. Opið er í Vinafelli og Hraunheimum (muna að skrá nemendur á www.rafraen.reykjavik.is). Skólaslit í 10. bekk eru fimmtudaginn 6. júní kl.…

Nánar