Skip to content
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

stundvís (lýsingarorð) Að vera stundvís Einstaklingur er stundvís ef hann mætir á réttum tíma. Það að mæta á réttum tíma þýðir að koma örlítið fyrr og vera tilbúinn þegar á að byrja. Dæmi:  Strákurinn er stundvís og mætir alltaf á réttum tíma.

Nánar
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

treysta (sagnorð) Að treysta Að treysta einhverjum þýðir er að geta reitt sig á manneskjuna. Að vita að hún hagar sér á ákveðinn jákvæðan hátt. Að viðkomandi gerir það sem hann sagðist ætla að gera. Dæmi: Foreldrarnir gátu alltaf treyst því að sonur þeirra kæmi á réttum tíma heim.    

Nánar
29 ágú'19

Orðaþrenna vikunnar

dagatal (nafnorð) Dagatal Dagatal er skrá um daga ársins, flokkaða eftir mánuðum og vikum. Vikudagarnir heita: mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Mánuðurnir heita: janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember og desember.  

Nánar
28 ágú'19

Fellafjör

Í gær var Fellafjör í Fellaskóla sem hefur það meðal annars að markmiði að efla tengsl nemenda. Nemendur unnusaman að verkefnum í aldursblönduðum hópum, bæði innan og utan dyra. Frábær leið fyrir nemendur og starfsfólk að kynnast á fyrstu dögum skólaársins.

Nánar
19 ágú'19

Skólasetning fimmtudaginn 22.ágúst

Skólasetning: 2. – 3. bekkur kl. 9:00 4. – 6. bekkur kl. 9:30 7. – 10. bekkur kl. 10:00 Nemendur og foreldrar 1. bekkjar mæta í viðtöl á fimmtudag og föstudag. Kennsla hefst föstudaginn 23. ágúst hjá 2.-10. bekk samkvæmt stundartöflu.

Nánar
11 jún'19

Sumarlestur

Í vetur hafa nemendur í Fellaskóla verið duglegir að lesa en á sumrin vill lesturinn oft gleymast og þá tapast lestrarfærni niður. Það er því mjög mikilvægt að nemendur haldi áfram að æfa sig að lesa yfir sumarmánuðina. Nemendur í Fellaskóla fengu sumarlestrarblað með sér heim í sumarfríið. Á blaðið skrá nemendur bækurnar sem þeir…

Nánar
04 jún'19

Útivistardagur og skólaslit

Kæru foreldrar/forráðamenn Fimmtudaginn 6. júní er útivistardagur í Fellaskóla. Þann dag mæta nemendur 1. – 4. bekk í skólann kl. 8:20 og nemendur í 5. – 10. bekk kl. 8:45. Skóla lýkur kl. 12:00. Opið er í Vinafelli og Hraunheimum (muna að skrá nemendur á www.rafraen.reykjavik.is). Skólaslit í 10. bekk eru fimmtudaginn 6. júní kl.…

Nánar
29 maí'19

Vorhátíð Fellaskóla

Vorhátíð Fellaskóla var haldin í gær.  Hátíðin hófst með skrúðgöngu nemenda og foreldra. Síðan tóku við skemmtiatriði fyrir utan skólann, hoppukastalar og veltibíll ásamt því að Ísbíllinn kom í heimsókn. Foreldrar tóku virkan þátt í hátíðinni sem tókst mjög vel enda allir í góðu skapi í sólskininu. Hér má sjá nokkrar myndir frá hátíðinni.

Nánar
29 maí'19

Nemendaverðlaun Reykjavíkurborgar

Nemendaverðlaun Reykjavíkurborgar voru afhent í gær.  33 nemendur úr jafnmörgum grunnskólum fengu viðurkenningu frá skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Jón Arnór Styrmisson úr 10. bekk Fellaskóla fékk viðurkenningu fyrir leiðtogahæfni og framlag til að bæta skólabrag með leiðtogahæfni. Til hamingju Jón. Á meðfylgjandi mynd er Jón ásamt Kristínu Ýri umsjónarkennara sínum fyrir utan Háteigsskóla þar sem…

Nánar
24 maí'19

Vorhátíð Fellaskóla þriðjudaginn 28. maí nk.

Vorhátíð Fellaskóla verður þriðjudaginn 28. maí og hefst kl. 12:00. Hátíðin er haldin í samstarfi við Foreldrafélag Fellaskóla. Hátíðin hefst með skrúðgöngu um hverfið. Síðan taka við skemmtiatriði á skólalóðinni. Þar verða atriði frá hljómsveitarhóp, danshópi og Kór Fellaskóla. Á skólalóðinni geta nemendur líka farið í Veltibíl og hoppukastala. Við fáum líka ísbíl á svæðið…

Nánar