Skip to content
21 maí'19

Nemendur aðstoða listamenn

Um 40 nemendur úr 4. – 10. bekk í Fellaskóla tóku þátt í að útbúa listaverk á sýninguna ÚTHVERFI með tveimur listamönnum sem standa að sýningunni. Sýningin er á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og listamennirnir heita Ósk Vilhjálmsdóttir og Halldór Ásgeirsson. Þátttaka nemendanna fólst í að útbúa myndir sem settar voru á fána. Fánarnir munu…

Nánar
16 maí'19

Skemmtun á sal í umsjá 1. – 4. bekkjar

Síðastliðinn fimmtudag buðu nemendur fyrsta til fjórða bekkjar upp á frábæra skemmtun í salnum. Þar söfnuðust allir nemendur skólans saman og sungu nokkur sumarlög. Nemendur fyrsta bekkjar fluttu frábæran talkór. Nemendur annars bekkjar sungu lögin Sól skín á skjá og Meistari Jakob á 4 tungumálum, Nemendur í þriðja bekk voru með dansatriði og röppuðu Skólarapp.…

Nánar
16 maí'19

Heimsókn frá Frakklandi

Nýlega komu franskir skólastjórar og kennarar og heimsóttu Fellaskóla. Tilgangur heimsóknarinnar var fyrst og fremst að kynnast því hvernig skólinn vinnur með Jákvæðan aga. Jafnframt notuðu Frakkarnir tækifærið og skoðuðu skólann. Frakkarnir voru mjög áhugasamir, spurðu fjölmargra spurninga og tóku margar myndir. Nemendur og kennarar tóku að sjálfsögðu vel á móti Frökkunum en móttökunnar var…

Nánar
08 maí'19

Söguritun í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk unnu með persónusköpun og sögusvið þar sem þeir létu hugmyndaflugið leika lausum hala. Hver nemandi skapaði sína sögupersónu, gaf henni útlit, persónugerð og hlutverk í sögu sem nemendur skrifuðu í pörum eða litlum hópum. Verkefnavinnunni var að lokum fagnað með útgáfuhófi þar sem nemendur sýndu foreldrum sínum og stjórnendum afraksturinn.

Nánar
03 maí'19

Lestrarátak Ævars vísindamanns í Fellaskóla

Í ár var 10. og jafnframt síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns.  Met var slegið í lestri bóka í keppni þessa árs. Samtals voru lesnar 91.734 bækur á tveimur mánuðum af nemendum á öllu landinu og það voru einnig nokkrir foreldrar sem tóku þátt og lásu þeir samtals 5.904 bækur. Verðlaun/viðurkenning hafa verið í boði hvert ár.…

Nánar
24 apr'19

Bókagjöf

Tvær stúlkur í 9. bekk, Maria og Zuzanna, notuðu páskaleyfið og söfnuðu nýlegum bókum á íslensku og ensku sem fólk er hætt að nota. Þær komu síðan færandi hendi og færðu skólanum bækurnar að gjöf. Myndin sýnir Nínu bókasafnsfræðing á bókasafni skólans taka við bókunum. Kærar þakkir Maria og Zuzanna.

Nánar
23 apr'19

7. bekkur í bíó – kvikmyndafræðsla

Nemendur í 7.bekk fóru í Bíó Paradís og sáu teiknimyndina Rauða skjaldbakan sem er samstarfsverkefni frakka, japana og belga. Þetta er þögul teiknimynd. Nemendur voru hissa að fara á mynd án orða og vissu ekki hverju þeir ættu að búast við. En þeir urðu mjög undrandi þegar að í ljós kom að myndin var mjög…

Nánar
15 apr'19

Fellafjör og útistöðvaleikur

Fimmtudag og föstudag fyrir páskaleyfi var haldið Fellafjör og útistöðvaleikur í Fellaskóla. Þá var nemendum skipt í hópa þannig að nemendur úr öllum árgöngum voru saman í hópi og leystu fjölbreytt verkefni sem kennarar höfðu undirbúið og stýrðu. Elstu nemendur skólans sáu um að stjórna hópunum og stóðu sig afar vel. Nemendur og kennarar voru…

Nánar
09 apr'19

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal fyrir næsta skólaár (2019 – 2010) er nú tilbúið. Hægt er að nálgast það á heimasíðunni hér fyrir neðan með því að finna: Skóladagatal, velja: Skoða dagatal. Þá birtist núverandi mánuður en neðst á síðunni er hægt að sækja skóladagatal 2019 – 20120 sem pdf. Hér er líka slóð beint á skóladagatalið: http://fellaskoli.is/wp-content/uploads/2019/04/skoladagatal19-20_grunnur.pdf

Nánar