Skip to content
17 des'19

Nemendur á kaffihúsi

Á aðventunni býður foreldrafélagið býður öllum nemendum skólans upp á kakó og köku á Gamla kaffihúsinu. Hér má sjá myndir af ánægðum nemendum 8. bekkjar.

Nánar
10 des'19

Skilaboð til foreldra:

Kæru foreldrar og forráðamenn. Vegna slæmrar veðurspár má gera ráð fyrir að skólahald raskist í dag. Nemendur í 5. – 10. bekk fara heim strax að loknum skóladegi. Hraunheimar verða lokaðir (frístund fyrir 3. – 4. bekk) og því þarf að sækja börn í 3. og 4. bekk í skóla kl. 13:20. Vinafell lokar kl.…

Nánar
10 des'19

Allir heim fyrir kl. 15 í dag

Skóla- og frístundastarf mun raskast frá hádegi í dag, þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 í dag nema brýn nauðsyn beri til. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um…

Nánar
09 des'19

Norrænt samstarf

Nord eða Norður eins og hún heitir á íslensku er stafræn bók eftir þau Camilla Hübbe og Rasmus Meisler. Höfundar bókarinnar voru á Íslandi dagana 28. og 29. nóvember og heimsóttu nemendur í 7. – 9. bekk til að kynna bókina og söguheiminn fyrir nemendum. Kennarar á eldra stigi Fellaskóla eru í samstarfi við Guðrúnu…

Nánar
04 des'19

Slökkviliðið í heimsókn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsótti 3. bekkinga á dögunum. Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um ýmislegt tengt brunavörnum og réttum viðbrögðum við eldi. Einnig fengu allir að skoða slökkviliðs- og sjúkrabíl. Í lokin fengu börnin endurskinsmerki, vasaljós og bók að gjöf.

Nánar
26 nóv'19

4. bekkur Þjóðminjasafnið.

Fjórði bekkur fór í dag á Þjóðminjasafnið á sýninguna Tíminn og skórnir: Safngripir í aldanna rás. Þetta er ferðalag um tímann og leiðir saga skósins nemendur um safnið frá árinu 700 til dagsins í dag.  Nemendur skoðuðu beinagrindur/kuml frá landnámi.  Valþjófsstaðahurðina með sínum fallega útskurði og rakti safnvörðurinn ævintýrið á hurðinni.  Margt var skoðað og…

Nánar
25 nóv'19

Ný heimilisfræðistofa

Fellaskóli fær nýja heimilisfræðistofu. Búið er að rífa allt út úr stofunni. Stofan á að vera tilbúin um áramót.

Nánar