Fellaskóli fær minningarverðlaun Arthurs Morthens

Home/Allir á heimavelli, Forsíðufrétt, Þróunarstarf/Fellaskóli fær minningarverðlaun Arthurs Morthens

Fellaskóli fær minningarverðlaun Arthurs Morthens

Minningarverðlaun Arthurs Morthens voru veitt við hátíðlega athöfn í dag, öskudag. Það var einróma álit valnefndar að veita Fellaskóla verðlaunin í ár fyrir verkefnið Allir á heimavelli, metnaðarfullt skólastarf án aðgreiningar.

Með rökstuðningi valnefndar segir að í Fellaskóla sé margbreytileiki nemenda- og starfsmannahópsins allsráðandi. Töluð eru 26 tungumál í skólanum, um 70% nemenda eru með íslensku sem annað mál og rekja uppruna sinn til fjölmargra landa víðs vegar um heiminn. Sýn skólans er að allir séu þar á heimavelli og nemendur eru viðurkenndir eins og þeir eru, allar fjölskyldur eru velkomnar í skólann og starfsfólk skólans er stolt af viðhorfum sínum. Lögð er markviss áhersla á að byggja upp traust og vinna að þróunarverkefnum og samþættingu í skólastarfi með það að markmiði að skapa vettvang fyrir raddir nemenda, efla skólaandann og þjálfa nemendur sem virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Auk þessa er boðið upp á morgungraut í skólanum og í uppsiglingu er einnig meiri vinna með foreldrum.

Arthur Morthens helgaði starfsævi sína börnum sem áttu á brattann að sækja og var talsmaður þeirra, oft á tíðum í erfiðri réttindabaráttu. Hann átti farsælan starfsferil og stóð að stefnumótun borgarinnar í sérkennslumálum en leiðarljós hennar er hugmyndafræðin skóli án aðgreiningar. Við andlát hans á síðasta ári  samþykkti skóla- og frístundaráð að veita árlega einum grunnskóla í borginni viðurkenningu í minningu Arthurs Morthens.

By | 2017-03-08T20:22:23+00:00 mars 8th, 2017|Allir á heimavelli, Forsíðufrétt, Þróunarstarf|1 Comment