Skip to content

Sérdeild fyrir nemendur með einhverfu

Haustið 2004 tók til starfa sérdeild fyrir einhverfa í Fellaskóla. Deildinni er ætlað að sinna þjálfun og kennslu einhverfra barna. Þjálfun og kennsla er einstaklingsmiðuð og sniðin að þörfum nemenda.

Í skólanum er starfrækt ein af sex sérdeildum borgarinnar fyrir einhverfa. Umsóknum í deildina skal skilað til skóla- og frístundasviðs fyrir 1. mars en inntökuteymi á vegum sviðsins metur umsóknir og tekur ákvarðanir um inntöku. Við deildina starfa þroskaþjálfar, kennarar og stuðningsfulltrúar. Deildinni er tvískipt og á unglingastigi, 8.-10. bekk, eru 5 nemendur en á yngra stigi, 1. -7. bekk, eru 8 nemendur. Deildinni er ætlað að veita einhverfum börnum þjálfun og kennslu. Unnið er samkvæmt Teach-vinnubrögðum og atferlismótunarstefnu Lovas. Nemendur fá einstaklingsmiðaða kennslu, þar sem unnið er samkvæmt einstaklings­náms­skrám. Reynt er eftir fremsta megni að láta nemendur fylgja umsjónarbekk sínum. Deildin í Fellaskóla hefur sérhæft sig í atferlismótun.

Þórunn Brynja Jónasdóttir er deildarstjóri í sérdeild fyrir einhverfa og sér hún um deildina ásamt kennurum, þroskaþjálfum og stuðningsfulltrúum.

 Sjá reglur um innritun og útskrift nemenda úr einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkurborgar.

Smellu hér til að skoða upplýsingabækling um sérdeildina.