Mótum okkur menntastefnu

Home/Forsíðufrétt/Mótum okkur menntastefnu

Mótum okkur menntastefnu

Af vef Reykjavíkurborgar:

Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.

Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030.

Taktu þátt í mótun menntastefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Hjálpaðu til við að forgangsraða, rökræða og að bæta við hugmyndum um þínar áherslur.

Börnin og skóla- og frístundastarf varðar okkur öll og því er þín skoðun og þátttaka mikilvæg.

Vertu með í að móta áherslur í menntastefnunni fram til ársins 2030 á betrireykjavik.is.

 

By | 2017-05-23T11:07:42+00:00 maí 23rd, 2017|Forsíðufrétt|0 Comments