Þróunarstarf 2017-05-05T20:33:57+00:00

Verkefni

Sprotasjóður veitti Fellaskóla styrk til að vinna þróunarverkefnið Allir á heimavelli skólaárið 2016-2017

Verkefnið snýst um að auka þátttöku nemenda í skólastarfinu og þjálfa þá í lýðræðislegum vinnubrögðum. Með þessu móti viljum við stuðla að jákvæðum skólabrag og efla borgaravitund nemenda og virka þátttöku þeirra.

Skólaárið 2016-2017 fer þessi vinna fram í vikulegum kennslustundum – Fellaþingi. Í þeim stundum vinna nemendur saman að ýmsum verkefnum í fjölbreyttum hópum. Stundum vinna einstakir bekkir að verkefnum, stundum árgangar eða stig og stundum vinna aldursblandaðir nemendahópar saman að verkefnum Fellaþings. Viðfangsefni Fellaþings eru fjölbreytt. Sem dæmi má nefna verkefni þar sem nemendur koma með eigin hugmyndir að því hvernig bæta má skólastarfið, velja rétti á matseðil, gera bekkjarsáttmála, verkefni tengd leiðtogaþjálfun og lýðræðisverkefni. Þá koma allir nemendur skólans saman á þingum og kjósa um ákveðin viðfangsefni, eins og til dæmis um atriði sem þeir telja mikilvægust til að bæta aðstæður í skólanum.

Vorið 2017 veitti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur Fellaskóla styrk til að vinna að þróunarverkefninu Foreldrafell – félagsmiðstöð foreldra í Fellaskóla. Áætlað er að byrja á verkefninu haustið 2017.

Markmið verkefnisins eru meðal annars að:

  • styrkja samstarf skóla og foreldra nemenda í skólanum
  • auka hlutdeild foreldra í skólastarfinu
  • opna skólann fyrir samveru og samstarf foreldra í Fellahverfi
  • auka samstarf um nám nemenda í Fellaskóla
  • efla samstöðu foreldra í hverfinu

Um er að ræða samstarfsverkefni skóla og foreldra nemenda í Fellaskóla. Verkefnið er leið til að efla þátttöku foreldra í skólastarfinu og styrkja samband og traust á milli skóla og heimila. Verkefnið hefur margskonar þýðingu fyrir skólasamfélagið í Fellaskóla. Það stuðlar að góðum tengslum og góðu samstarfi á milli heimila og skóla en talið er að það hafi margvísleg jákvæð áhrif á nám og námsárangur barna.

Með rökstuðningi valnefndar segir að í Fellaskóla sé margbreytileiki nemenda- og starfsmannahópsins allsráðandi. Töluð eru 26 tungumál í skólanum, um 70% nemenda eru með íslensku sem annað mál og rekja uppruna sinn til fjölmargra landa víðs vegar um heiminn. Sýn skólans er að allir séu þar á heimavelli og nemendur eru viðurkenndir eins og þeir eru, allar fjölskyldur eru velkomnar í skólann og starfsfólk skólans er stolt af viðhorfum sínum. Lögð er markviss áhersla á að byggja upp traust og vinna að þróunarverkefnum og samþættingu í skólastarfi með það að markmiði að skapa vettvang fyrir raddir nemenda, efla skólaandann og þjálfa nemendur sem virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Auk þessa er boðið upp á morgungraut í skólanum og í uppsiglingu er einnig meiri vinna með foreldrum.

Arthur Morthens helgaði starfsævi sína börnum sem áttu á brattann að sækja og var talsmaður þeirra, oft á tíðum í erfiðri réttindabaráttu. Hann átti farsælan starfsferil og stóð að stefnumótun borgarinnar í sérkennslumálum en leiðarljós hennar er hugmyndafræðin skóli án aðgreiningar. Við andlát hans á síðasta ári  samþykkti skóla- og frístundaráð að veita árlega einum grunnskóla í borginni viðurkenningu í minningu Arthurs Morthens.

Fjórir grunnskólar voru tilnefndir til verðlaunanna árið 2017. Valnefnd var skipuð fulltrúum frá Kennarafélagi Reykjavíkur, Félagi íslenskra sérkennara, Barnaheillum og SAMFOK ásamt fulltrúa skóla- og frístundasviðs.

Tilgangur verkefnisins er að þróa stafræna kennsluhætti í íslensku sem öðru tungumáli og öðrum námsgreinum og tengja námið um leið móðurmáli nemenda. Með upplýsingatækninni gefast tækifæri til að samþætta íslenskukennslu við aðrar námsgreinar og auka flæði á milli greina og skólastiga.

Fréttir

Fellaskóli fær minningarverðlaun Arthurs Morthens

Minningarverðlaun Arthurs Morthens voru veitt við hátíðlega athöfn í dag, öskudag. Það var einróma álit valnefndar að veita Fellaskóla verðlaunin í ár fyrir verkefnið Allir á heimavelli, metnaðarfullt skólastarf án aðgreiningar. Með rökstuðningi valnefndar segir [...]

By | mars 8th, 2017|Categories: Allir á heimavelli, Forsíðufrétt, Þróunarstarf|1 Comment