Skip to content

Breytingar í starfsmannahópi

Undanfarnar vikur hafa orðið nokkrar breytingar á starfsliði Fellaskóla. Friðrik Sigurbjörn Friðriksson er nýr umsjónarkennari í 5. bekk. Karen Kristine Sævarsdóttir er nýr umsjónarkennari i 3. bekk og Chaiwe Sól nýr umsjónarkennari í 7. bekk. Þá höfum við fengið nýjan stuðningsfulltrúa á unglingastig sem heitir Baldvin Borgarsson. Þær Herdís Haraldsdóttir, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir og Salóme Konráðsdóttir hafa allir látið af störfum í Fellaskóla. Við bjóðum nýtt starfsfólk velkomið um leið og við þökkum þeim sem hættu fyrir samstarfið.