Skip to content

Foreldrasamráð 4. febrúar / parent meeting day

Þriðjudaginn 4. febrúar verður foreldrasamráðsdagur í Fellaskóla. Foreldrar skrá sig í viðtöl á www.mentor.is. Opið verður fyrir skráningu frá 29. janúar til 2. febrúar og reglan fyrstur kemur fyrstur fær gildir.

Þeir foreldrar sem þurfa túlk hafa verið forskráðir inn í Mentor. Ekki er heimilt að breyta þeim viðtalstímum en hægt er að hafa samband við skrifstofuna ef einhverjar spurningar vakna.

Vegna veikinda verða ekki viðtöl í 4. ÞÓ að sinni.

Opið verður í Vinafelli og Hraunheimum fyrir skráð börn frá 8:00-17:00, skráningar fara fram inn á www.rafraen.reykjavik.is.

Nemendur í 10. bekk verða með fjáröflun þennan dag. Bæði verða þau með vöfflusölu og sölu á peysum og bolum (sjá auglýsingar í viðhengi). Einungis er hægt að greiða með peningum.

Tuesday, February 4, is parent meeting day in Fellaskóli. Parents sign up for interviews at www.mentor.is. Registration will be open from January 29 to February 2.

Those parents who need a translator have been booked in Mentor. Those interview times may not be changed, but you can contact the office if any questions arise.

Due to illness, there will be no interviews in the 4. ÞÓ.

Vinafell and Hraunheimar will be open for registered children from 8:00 to 17:00, registration will be made on www.rafraen.reykjavik.is.

Students in grade 10 will be raising funds this day. They will both sell waffles and sweaters (see ad attached).