Skip to content

Vinaliðar í Fellaskóla

Í haust fór Fellaskóli af stað með vinaliðaverkefni, þar sem nemendur í 5. – 7. bekk geta orðið vinaliðar. Hlutverk Vinaliða er að skipuleggja og bjóða upp á leiki í frímínútum. Markmiðið er að virkja nemendur í frímínútum og draga úr líkum á neikvæðri hegðun og einelti.
Hér sjáið þið myndir af fyrstu vinaliðum Fellaskóla að fá afhent viðurkenningarskjöl fyrir frábæran árangur.