Skip to content

30. mars – 3. apríl

Ágætu foreldrar

Nú eru liðnar tvær vikur af samkomubanni og sú þriðja að byrja. Skólastarfið hefur gengið vel. Það verður óbreytt fram að páskum.

Vikuna 30. mars – 3. apríl mætir B hópur á mánudegi, miðvikudegi og föstudegi og A hópur á þriðjudegi og fimmtudegi.

Í hverjum hópi eru 5 til 15 manns. Hóparnir hittast ekki innbyrðis. Nemendur og starfsfólk eiga að þvo sér og spritta við komu í skóla.

Okkur finnst líklegt að samkomubann verði áfram í gildi eftir páska og jafnvel fram í maí. Ákvörðun um það er í höndum almannavarna en ekki okkar. Við höfum hins vegar miðað undirbúning við að þetta skipulag verði áfram.

Við leggjum mikla áherslu á að vera í góðu og reglulegu sambandi við nemendur og foreldra sem eru í leyfi.

Nemendur sem eru í leyfi eru í leyfi frá skóla en ekki frá námi. Við hvetjum því foreldra og nemendur til að setja hafa góða reglu á heimilum. Við höfum heyrt af því að margir foreldrar hafi skipulagt daginn fyrir börn sín með blöndu af námi og tómstundum. Það er frábært.

Það að mæta í skólann hjálpar til við að halda rútínu og halda reglu á nemendum.

Þeir nemendur sem hafa verið í leyfi eru velkomnir í skólann hvenær sem er og fara þá í sinni hóp.

Viðbrögð við COVID veirunni er stórt samfélagsverkefni. Það er hlutverk Fellaskóla og foreldra í góðri samvinnu að sjá til þess að nemendur sinni námi. Við viljum líka fylgjast vel með líðan nemenda.

Starfsfólk Fellaskóla og starfsfólk skólaþjónustu Breiðholts er boðið og búið að aðstoða foreldra og nemendur. Ekki hika við að hafa samband.

Með góðri kveðju,

Helgi skólastjóri

 

Dear parents

Now two weeks have passed since the ban was set and the third is starting. School work, as it was planned, has gone well. It will remain unchanged until Easter.

This week, March 30 – April 3, B groups will meet on Monday, Wednesday and Friday. A group will meet on Tuesday and Thursday.

There are 5 to 15 people in each group. Groups attending school on the same day do not meet. Students and staff are supposed to wash hands and use sterilizer upon arrival at school.

It is likely that the ban will remain after Easter and even into May. It is up to civil defense, not the school to decide. So, we are prepared to keep our plan.

The staff in Fellaskóli places great emphasis on be in good and regular contact with students and parents who are on leave. Students who are on leave are on leave from school but not from school work (study). We therefore encourage parents and students to set good standards in homes. We have heard that many parents organize the day for their children with a mix of learning and leisure. That is a very good thing to do.

Attending school helps to keep routine and keep track of students.

Students who have been licensed are welcome to the school again at any time to join their group.

Responding to the COVID virus is a major community project. It is the role of Fellaskóli and parents in good cooperation to ensure that their students keep learning. We also want to monitor student’s wellbeing.

The staff in Fellaskóli and the staff in Þjónustumiðstöð Breiðholts are ready to assist parents and students in any way. Feel free to contact us.

Best regards,

Helgi skólastjóri