Skip to content

Fimmtudaginn 28. maí fór 4.bekkur upp á Hellisheiði við Vifilfell og gróðursetti tré. Verkefnið er á vegum Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Það voru blautir, kaldir en mjög glaðir nemendur sem komu til baka eftir ánægjulega ferð. Mesta fjörið var að fá að moka mold í fötu og dreifa um móana.Verkefnið kallast LAND-NÁM og miðar að því að nemendur planti trjám og aukist skilningur á gangverki náttúrunnar. Ekki síst er reynt að átta sig á þeim áskorunum sem aðstæður á Íslandi bjóða gróðurríkinu. Leiðangrar í nafni LAND-NÁMs eru þar af leiðandi bæði útivist og menntaupplifun þar sem nemendur taka til hendinni við uppgræðslu, þeir afla gagna og vinna með þau.  Í stuttu máli þá vill GFF með verkefninu leggja sitt af mörkum til ræktunar lands og lýðs.