Skip to content

Nemendur yngra stigs fengu BMX – sýningu

Foreldrafélag Fellaskóla bauð upp á frábæra sýningu fyrir nemendur yngra stigs í dag. Strákarnir í BMX brós sýndu listir á BMX hjólum. Óhætt er að segja að þeir hafi slegið í gegn með frábærri sýningu, spennandi atriðum og mikilli stemmingu. Strákarnir lögðu mikla áherslu á mikilvægi hjálmanotkunar við krakkana og í lokinn fengu allir sem vildu að prófa. Við þökkum Foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa skemmtilegu heimsókn.