Skip to content

Ráðuneyti og borgin styrkja skólana í Fellahverfi.

Í gær var undirritaður í Fellaskóla styrktarsamningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Markmiðið er að efla íslenskukunnáttu og styrkja sjálfsmynd barna í Fellahverfi. Búið er að ráða verkefnisstjóra í máli og læsi sem munn vinna að því að efla og samræma starf leikskólanna Aspar og Holts og Fellaskóla. Sjá nánar í frétt á mbl.is: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/01/12/efla_og_styrkja_nemendur_i_fellahverfi/