Skip to content

Forsetahjónin í Fellaskóla – Samrómur

Samrómur heldur lestrarkeppni á milli grunnskóla landsins í annað sinn vikuna 18. – 25. janúar. Forseti Íslands setti keppnina formlega af stað í Fellaskóla í dag. Sæunn og Rúben, nemendur i 4. og 7. bekk lásu á athöfninni og sex stelpur úr 7. – 9. bekk sungu tvö lög. Öll stóðu þau sig með miklum sóma. Í lokin voru tekin viðtöl við Sæunni og Rúben. Frétt mun birtast á RÚV kl. 22 í kvöld.
Keppnin er á milli grunnskóla á Íslandi og stendur yfir í viku og lýkur 25. janúar. Allir geta (algerlega óháð getu) tekið þátt og lesið fyrir sinn skóla með því að fara inn á heimasíðu hjá Samrómi, https://samromur.is/samromur.is. Samrómur vill safna fjölbreyttum röddum.
Við hvetjum alla nemendur og foreldra þeirra til að taka þátt í keppninni.
Nemendur þurfa að slá inn kennitölu sína og þurfa leyfi foreldris/forráðamanns (netfang foreldra) og velja Fellaskóla og lesa svo inn setningar sem vefurinn birtir (þrjú getustig). Hver nemandi má lesa eins oft og hann vill.
Keppnin er haldin til þess að hvetja til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaður verður til þess að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku.
Staða keppninnar er birt jafnóðum í stigatöflu sem verður aðgengileg á heimasíðu Samróms. Allir geta tekið þátt og því eru foreldrar og starfsmenn ekki síður hvattir til þess að lesa inn fyrir skólana.
Vegleg verðlaun: Sphero bolts vélmenni.