Skip to content

Líðan unglinga í Fellahverfi – fjarfundur miðvikudag 10. feb. kl. 19:30.

Hlekkur á kynninguna: meet.google.com/axw-gxyr-bnr

Á síðasta ári tóku nemendur Fellaskóla í 8. – 10. bekk tvisvar sinnum þátt í könnun Ungt fólk 2020, um líðan og aðstæður nemenda.Niðurstöður birta ýmsar forvitnilegar og gagnlegar upplýsingar.  Það er mikilvægt að foreldrar fái að sjá niðurstöður, hvernig nemendum líður og hvernig þeir upplifa aðstæður sínar.

Framkvæmd og úrvinnsla rannsóknarinnar var á vegum Rannsókna og greiningar  og mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur frá Rannsókn og greiningu kynna niðurstöður sem ná yfir nemendur Fellaskóla. Kynningin verður haldin á fjarfundi næsta miðvikudag, 10. febrúar kl.19:30. Einnig mun Pía náms- og starfsráðgjafi í Fellaskóla kynna forvarnarstarf skólans.

Fundurinn er haldinn í samvinnu við foreldrafélag Fellaskóla.

Við hvetjum alla foreldra til að taka þátt. Hægt verður að spyrja spurninga í lokin.

Hlekkur á kynninguna: meet.google.com/axw-gxyr-bnr