Skip to content

Listagallerí

Þann 29.janúar síðastliðinn opnaði nýtt listagallerí og sýning í Fellaskóla þar sem nemendur í 5.-10 bekk sýna verk sín úr skapandi smiðjum. Þar kennir ýmissa grasa; málverk, leirmunir, skúlptúrar úr pappamassa og verk úr þæfðri ull svo eitthvað sé nefnt. Boðið var upp á veitingar sem nemendur í heimilisfræði reiddu fram. Listagalleríið er komið til að vera á annarri hæð skólans og ber nafnið Listafell og opnar nýjar leiðir fyrir sköpunargleðina.

Galleríið er hugarfóstur og samstarfsverkefni list og verkgreinakennara í skólanum og með tilkomu þess er bæði verið að koma til móts við Aðalnámskrá grunnskóla og gefa list og verkgreinum sýnileika í skólastarfinu.