Skip to content

6. bekkur fer í Húsdýragarðinn

Nú í febrúar bauð Húsdýragarðurinn okkur í 6. bekk á fræðslu- og vinnumorgun. Við vorum öll mjög spennt fyrir því að kynnast húsdýrunum betur, bæði nemendur og kennarar. Við vorum því búin að rifja upp helstu heiti dýranna og ýmislegt um aðbúnað þeirra áður en að vinnumorgni kom.
Við mættum mjög snemma í skólann þennan dag því dýrin vakna snemma og vilja fá að borða. Okkur var skipt í hópa þar sem hver hópur sá um ákveðin dýr, gaf fóður, þreif búr og margt fleira. Báðir hóparnir fengu hrós frá fræðslustjórum fyrir að vera áhugasöm, vandvirk og sýna dýrunum virðingu og alúð.
Meðfylgjandi eru myndir frá þessum skemmtilega degi: