Skip to content

Nemendur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts héldu tónleika í Fella- og Hólakirkju síðastliðinn laugardag. Í vetur hefur nemendum úr Fellaskóla fjölgað úr 1 í a.m.k. 10 nemendur. Það voru stoltir og glaðir nemendur sem tóku þátt. Stjórnanda hljómsveitarinnar fannst tilefni til að þakka Ingu Björgu Stefánsdóttur deildarstjóra í Fellaskóla sérstaklega fyrir að styðja nemendur úr skólanum til að taka þátt í hljómsveitinni. Inga fékk fallegan blómvönd sem sést á einni myndinni (en því miður gat Inga ekki verið viðstödd tónleikana) .