Skip to content

Listsýning með verkum nemenda

Við bendum foreldrum og nemendum á sýningu á listaverkum nemenda úr Reykjavík í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur samstarfs vísindafólks, listafólks, kennara og barna í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík. Börnin hafa lært um náttúruna og skapað mögnuð listaverk undir leiðsögn listafólks.

Sýningin stendur til sunnudags 25. apríl. Nemendur úr Fellaskóla eiga 6 verk á sýningunni. Missið alls ekki af þessu – þetta er dásamlega sýning.

Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) er þverfaglegt þróunarverkefni á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Því er ætlað að skapa samtal á milli náttúrufræði og listgreina í menntun barna. Lögð er áhersla á að börnin kynnist málefnum náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina. Verkefnastjó

Verkefnið er þáttur í innleiðingu nýrrar Menntastefnu Reykjavíkurborgar – Látum draumana rætast.