Skip to content

Árshátíð nemenda

Nemendur á eldra stigi héldu langþráða árshátíð og ball í kvöld. Allir mættu prúðbúnir og borðuðu góðan mat. Jónas heimilisfræðikennari eldaði matinn og kennarar og stjórnendur aðstoðuðu og þjónuðu nemendum til borðs. Nemendur önnuðust sjálfir allan undirbúning og settu meðal annars saman matseðilinn. Eftir matinn tóku við skemmtiatriði og Ingi Bower hélt uppi stuðinu á ballinu.  Skemmtileg og velheppnuð árshátíð þar sem gleðin var við völd.