Skip to content

Vorhátíð

Vorhátíð Fellaskóla var haldin í blíðskaparveðri í gær. Vegna fjöldatakmarkana var ekki hægt að bjóða foreldrum að koma og njóta með okkur. Allir skemmtu sér vel og var ýmislegt í boði, hoppukastalar, spákonur, andlitsmálun, tónlist, skrúðganga þar sem skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leiddi okkur um hverfið og ekki má gleyma frábærri sýningu í boði Foreldrafélagsins frá Sirkus Íslands.