Skip to content

Tilraunir í náttúrufræði

Sigríður Hilda Radomírdóttir kennari býður nemendum upp á spennandi tilraunir í náttúru- og eðlisfræði. Nemendur í 5. bekk gerðu rannsóknir á heitu, volgu og köldu vatni. Þeir mældu hitastig vatnsins með hitamæli og með höndunum og sáu að húðin er óáreiðanlegri mælikvarði en hitamælir. Einnig skoðuðu þeir hvernig dropi af litarefni dreifist á mismunandi hátt í heitu og köldu vatni.