Skip to content

6. bekkur á listsýningu

Á haustdögum fengum við í myndmennt í Fellaskóla það skemmtilega verkefni að taka þátt í Sequences listahátíðinni. Nokkrir nemendur í 6. bekk fengu það hlutverk að vera sýningarstjórar á listsýningu í Nýlistasafninu. Nemendur skoðuðu safneign Nýlistasafnsins á netinu sem inniheldur um 2.300 listaverk og völdu þar tólf listaverk til að hafa á sýningunni, fóru svo í heimsókn í Völvufell þar sem verkin eru geymd og skoðuðu listaverkin. Listaverkin sem þeir völdu voru svo sett upp á sýningu í Nýlistasafninu í Marshall-húsinu úti á Granda og að lokum fóru þeir að sjá sýninguna sem stendur til 28. nóvember. Nemendur voru mjög áhugasamir og stóðu sig einstaklega vel í þessu verkefni.