Skip to content

Til foreldra

Ágætu foreldrar
Ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðilegt ár og þakka ykkur samstarfið á liðnum árum.
Skólastarfið frá áramótum hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir Covid. Við förum að öllum reglum. Helstu takmarkanir eru:
– Starfsmenn bera grímur.
– Nemendur á eldra stigi bera grímur í frímínútum og matarhléi.
– Vinafell er skipt í tvennt (1. og 2. bekkur).
– Hólfaskipting í matasal.
– Ekki er grímuskylda hjá nemendum en margir kjósa að bera grímur.
– Foreldrar mega ekki koma inn í skólann nema með leyfi og skulu bera grímur eins og aðrir gestir.
Frá áramótum er heldur meira um forföll nemenda en verið hefur eða allt að 15% nemenda. Forföll starfsmanna hafa verið meiri eða á bilinu 15-24%. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að halda út kennslu en nokkrir tímar hafa fallið niður í 6. – 10. bekk.
Nokkrir starfsmenn hafa fengið Covid (flestir þeirra smituðust í jólaleyfinu) og frá áramótum hafa nemendur í 5 árgöngum greinst (oftast bara einn í hverjum árgangi). Við höfum ávallt upplýst foreldra í viðkomandi árgangi.
Ég hvet alla til að fylgjast vel með og gæta að persónulegum sóttvörnum. Ef nemendur eru með einkenni eða veikir þá bið ég foreldra að halda þeim heima og fara í PCR próf ef ástæða er til. Vinsamlega tilkynnið skólanum strax ef grunur vaknar um að nemandi sé með Covid (t.d. eftir jákvætt heimapróf) og einnig þegar Covid er staðfest með PCR prófi.
Skólastarfið er mikilvægt. Starfsfólk Fellaskóla kappkostar að halda uppi eðlilegu skólastarfi. Ég bið foreldra að vinna með okkur svo það takist. Við gerum þetta saman.
Með bestu kveðju,
Helgi skólastjóri