Skip to content

Þann 25.febrúar tóku nemendur og kennari Fellaskóla þátt í Loftlagsþingi grunnskóla Reykjavíkurborgar sem haldið var í samvinnu við Landvernd og Klappir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt opnunarræðu og nemendur fengu fræðslu frá sérfræðingum um ýmislegt sem tengist loftslagsmálum og náttúruvernd. Nemendur unnu svo saman í hópum að því að skipuleggja aðgerðir sem geta hjálpað bæði samfélagi og umhverfi. Fyrir hönd Fellaskóla voru, nemendurnir Agnes, Gon, Lára og Eðvarð náttúrufræði kennari.